Kanada áfram þrátt fyrir að sex stig voru dregin af

Leikmenn Kanada fagna sigurmarki Vanessu Gilles.
Leikmenn Kanada fagna sigurmarki Vanessu Gilles. AFP/Valery Hache

Kanada er komið í átta liða úrslit knattspyrnu kvenna á Ólypíuleikunum í París eftir sigur á Kólumbíu, 1:0, í kvöld. 

Kanada mætir Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Sex stig voru dregin af kanadíska landsliðinu og þjálfarinn settur í ársbann vegna njósna liðsins á æfingu Nýja-Sjálands.

Kanada vann alla sína leiki og fer því áfram í öðru sæti á eftir Frakklandi. 

Sigurmark Kanada skoraði varnarmaðurinn Vanessa Gilees á 61. mínútu leiksins. 

Banadaríkin sem unnu og slógu Ástralíu úr leik mæta Japan í átta liða úrslitum. 

Þá mætast Frakkland og Brasilía sem og Spánn og Kólumbía. 

Leikirnir fjórir fara fram 3. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert