Magnaður leikur dönsku stjörnunnar

Mathias Gidsel lék sér að varnarmönnum Argentínu.
Mathias Gidsel lék sér að varnarmönnum Argentínu. AFP/Aris Messinis

Mathias Gidsel var stórkostlegur þegar að Danmörk vann Argentínu sannfærandi, 38:27, í handbolta á Ólympíuleikunum í París í kvöld. 

Gidsel skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir danska liðið sem hefur unnið sína fyrstu þrjá leiki á mótinu og er á toppnum í B-riðlinum. Argentína hefur hins vegar tapað fyrstu þremur leikjum sínum og er í botnsætinu. 

Danmörk mætir Ungverjalandi í næsta leik en Argentína mætir heimamönnum í Frakklandi. 

Simon Pytlick og Rasmus Lauge skoraði þá fimm mörk hvor en hjá Argentínu skoraði James Parker sex mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka