Markaregn í París

Spænska liðið að fagna í leikslok.
Spænska liðið að fagna í leikslok. AFP/Damien Meyer

Spánn hafði betur gegn Japan, 37:33, í A-riðli í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í dag.

Spánn fór upp í anað sæti í A-riðli. Dag­ur Sig­urðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu eru á toppnum og á eftir Spánverjum eru Þjóðverjar sem Al­freð Gísla­son þjálfar en öll liðin eru með þrjú stig.

Spánn var aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:20, og var mest þremur mörkum yfir í fyrri. Spánverjar héldu forskotinu út seinni hálfleik og unnu að lokum með fjögurra marka mun.

Kauldi Odriozola var markahæstur í spænska liðinu með sex mörk, Daniel Fernandez skoraði fimm og ALex Dujshebaev og Augustin Casado skoruðu fjögur, aðrir minna. Rodrigo Corrales var með 37% markvörslu.

Kosuke Yasuhira og Naoki Fujisaka voru jafn markahæstir með sjö mörk fyrir Japan. Naoki Sugioka og  Shinnosuke Tokuda skoruðu fjögur, aðrir minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert