Marta rekin af velli fyrir hrottalegt brot

Norski dómarinn Espen Eskas gefur Mörtu rauða spjaldið.
Norski dómarinn Espen Eskas gefur Mörtu rauða spjaldið. AFP/Phillipe López

Marta, ein besta knattspyrnukona sögunnar, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks Brasilíu og Spánar á Ólympíuleikunum í París í dag. 

Marta er að leika sitt síðasta stórmót með brasilíska landsliðinu en hún er 38 ára gömul. 

Marta fór með sólann í hausinn á Olgu, varnarmanni Spánar, þegar að þær voru að berjast um boltann. 

Hún var síðar rekinn af velli. 

Þetta gæti verið síðasti landsleikur Mörtu með Brasilíu en hún mun missa af næsta leik hvort sem að Brasilía fer áfram eða ekki. 

Staðan er 1:0 fyrir Spáni þegar að korter er eftir af leiknum. Þau úrslit þýða að Brasilía endi í þriðja sæti riðilsins og þurfi að treysta á hagstæð úrslit úr hinum tveimur riðlunum til að fara áfram í átta liða úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert