Noregur á toppi riðilsins

Noregur að fagna sigrinum í dag.
Noregur að fagna sigrinum í dag. AFP/Damien Meyer

Noregur vann þriðja leik liðsins í röð í B-riðli í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í morgun.

Noregur sigraði Ungverjaland naumlega, 26:25 og eru á toppi riðilsins með fullt hús eftir þrjá leiki.

Norðmenn byrjuðu vel en Ungverjar voru sterkari undir lok fyrri hálfleiks og voru yfir, 11:13, í hálfleik. 

Norðmenn minnkuðu muninn og jöfnuðu í 14:14 en voru undir eða jafnir Ungverjum þar til Simen Lyse kom Noregi aftur yfir á 56. mínútu, í 24:23. Ungverjar jöfnuðu leikinn tvisvar en Alexander Blonz skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins eftir hraðaupphlaup.

 Alexander Blonz var markahæstur með níu mörk og Simon Lyse var næstur með sex fyrir Noreg.

Bence Imre , Richard Bodo og Bence Banhidi voru markahæstir fyrir Ungverjaland með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert