Ófarir Frakka halda áfram

Nikola Karabatic hefur ekki náð sér á strik í mótinu.
Nikola Karabatic hefur ekki náð sér á strik í mótinu. AFP/Aris Messinis

Evrópumeistarar Frakklands náðu í stig á síðustu sekúndu leiksins gegn Egyptalandi í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í París í dag. 

Frakkar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki í B-riðlinum en þeir eru verandi Evrópu- og Ólympíumeistarar. 

Frakkar eru í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins eftir tap fyrir Danmörku og Noregi. 

Egyptaland er hins vegar í þriðja sæti með þrjú stig. 

Línumaðurinn frábæri Ludovic Fábregas jafnaði metin fyrir Frakkland á síðustu sekúndu leiksins en Egyptaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. 

Fábregas skoraði þá mest eða fimm mörk fyrir Frakka. Hjá Egyptum skoraði Yahia Omar átta mörk. 

Frakkland mætir Argentínu í næsta leik en Egyptaland mætir Noregi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert