Svíþjóð í slæmum málum

Leikmenn Svíjóðar eftir tapið í dag.
Leikmenn Svíjóðar eftir tapið í dag. AFP/Aris Messinis

Slóvenía hafði betur gegn Svíþjóð, 29:24, í A-riðli í  handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í dag.

Svíþjóð er nú í fimmta sæti með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki en Slóvenía er í fjórða sæti með fjögur stig, jafn mörg og Þýskaland, Króatía og Spánn. Efstu fjögur liðin fara áfram en það eru sex lið í hvorum riðli.

Slóvenía var einu marki yfir í hálfleik, 15:14, og hélt forystunni út seinni hálfleikinn og var mest sjö mörkum yfir.

Markahæstur fyrir Slóveníu var Blaz Janc með 13 mörk og á eftir honum var Aleks Vlah með átta. Klemen Ferlin varði níu af 19 skotum.

Hampus Wanne var markahæstur fyrir Svíþjóð m,eð sex mörk úr 11 skotum, aðrir með tvö mörk eða minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert