Drottning leirsins úr leik

Zheng Qinwen fagnar af innlifun eftir sigur hennar á Iga …
Zheng Qinwen fagnar af innlifun eftir sigur hennar á Iga Swiatek í dag AFP/Dimitar Dilkoff

Iga Swiatek tapaði undanúrslitaleik sínum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen í tenniskeppni Ólympíuleikana í París. Swiatek hefur unnið opna franska tennismótið þrjú ár í röð á vellinum sem spilað var á í dag.

Hin pólska Swiatek er kölluð drottning leirsins þar sem hún hefur verið nánast ósigrandi á leirvöllum undanfarin ár. Zheng hefur leikið til úrslita á grand slam móti en hún tapaði úrslitaleik opna ástralska mótsins í janúar á þessu ári.

Zheng réði lögum og lofum í fyrsta setti og vann örugglega 6:2. Annað settið var gríðarlega spennandi en sú kínverska hafði að lokum betur 7:5 og vann 2:0 samanlagt.

Zheng mætir sigurvegaranum úr viðureign Donna Vekic frá Króatíu og Anna Karolina Schmiedlova frá Slóveníu sem mætast í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert