Frjálsíþróttakeppni ÓL hafin

Ekvadorinn Brian Daniel Pintado og Brasilíumaðurinn Caio Bonfim í kröppum …
Ekvadorinn Brian Daniel Pintado og Brasilíumaðurinn Caio Bonfim í kröppum dansi í París í morgun. AFP/Paul Ellis

Keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París hófst í morgun með 20 km göngu karla og kvenna.

Gangan sívinsæla fór fram í morgun en karlarnir kepptu fyrstir. Brian Daniel Pintado frá Ekvador varð fyrstur í mark á undan Brasilíumanninum Caio Bonfim og Spánverjanum Alvaro Martin.

Konurnar lögðu af stað tveimur klukkustundum á eftir körlunum og þar varð Liu Yukun frá Kína Ólympíumeistari. Maria Perez frá Spáni hreppti silfrið og bronsið fór til hinnar áströlsku Jemima Montag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert