Biles: Hún hræðir mig mest

Rebeca Andrade, Simone Biles og Sunisa Lee sem lentu í …
Rebeca Andrade, Simone Biles og Sunisa Lee sem lentu í fyrstu þremur sætunum í fjölþraut í gær. AFP/Loic Venance

Bras­il­íska fim­leika­kon­an Re­beca Andra­de lenti í öðru sæti í fjölþraut í fim­leik­um í gær á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís.

Andra­de hafði bet­ur gegn hinni banda­rísku Simo­ne Biles á tví­slá og endaði með 57,932 í ein­kunn en Biles vann sam­an­lagt með 59,131 í ein­kunn.

Re­beca Andra­de hræðir mig mest,“ sagði Biles í þátt­um um hana sem komu út fyr­ir leik­ana en Andra­de sagði að hún hefði tekið því sem hrósi.

Hún og Biles lentu einnig í fyrsta og öðru sæti í fjölþraut á HM í fyrra en Andra­de sagði að þetta væri lík­leg­ast í síðasta skipti sem hún kepp­ir í fjölþraut þar sem þetta er mikið álag á fæt­urna og hnén en hún hef­ur þris­var sinn­um slitið kross­band, árin 2015, 2017 og 2019.

Biles og Andra­de keppa báðar í úr­slit­um á öll­um áhöld­um nema tví­slá um helg­ina. 

Simone Biles og Rebeca Andrade að faðmast í gær.
Simo­ne Biles og Re­beca Andra­de að faðmast í gær. AFP/​Loic Ven­ance
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert