Fyrsta heimsmetið í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í París féll strax í undanrásum í kvöld þegar blönduð sveit Bandaríkjanna sló metið í 4x400 metra boðhlaupi.
Sveitina skipa þau Vernon Norwood, Shamier Little, Bryce Deadmon og Kaylyn Brown og þau hlupu á 3:07,41 mínútu.
Bandaríska sveitin átti metið sem var ársgamalt, 3:08,80 mínútur, og var sett þegar hún sigraði á heimsmeistaramótinu í Búdapest á síðasta ári.
Deadmon sagði að upplifunin af því að keppa á Ólympíuleikum frammi fyrir 69 þúsund áhorfendum á Stade de France, þar sem uppselt var í kvöld, væri gjörólík því að hafa keppt án áhorfenda á leikunum í Tókýó árið 2021.
„Einfaldlega þess að núna voru áhorfendur. Þegar ég var í beygjunni hugsaði ég með mér. Úff, það er hávaði hérna! Þetta er stórkostleg reynsla og ég er spenntur að sjá framhaldið á leikunum," sagði Deadmon við AFP.