Fyrsti sigur Frakka á ÓL

Nikola Karabatic að fagna sigrinum í dag.
Nikola Karabatic að fagna sigrinum í dag. AFP/Aris Messinis

Frakkland vann sannfærandi 28:21-sigur á Argentínu í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París í dag.

Þetta var fjórði leikur Frakklands sem byrjaði mótið á því að tapa 37:29 fyrir Danmörku, svo 27:22 gegn Noregi og gerði 26:26 jafntefli við Egyptaland. Þeir eru í fjórða sæti í B-riðli með þrjú stig þegar einn leikur er eftir en fjögur lið komast áfram.

Argentína hefur tapað öllum leikjum liðsins hingað til.

Hugo Descat var markahæstur fyrir Frakkland með 8 mörk, Elohim Prandi skoraði 5 og Vincent Gerard var með 60% markvörslu en hann varði 12 skot.

James Lewis Parker var makahæstur fyrir Argentínu með 7 mörk, þar á eftir var Pablo Simonet með 5 og Juan Bar varði 8 skot, með 33% markvörslu.

Frakkar mæta næst Ungverjalandi næstkomandi sunnudag og Argentína mætir Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert