Magnaður sigur Þýskalands

David Späth reið baggamuninn í dag
David Späth reið baggamuninn í dag AFP/Damien Meyer

Þýskaland vann Spán í háspennuleik á Ólympíuleikunum í París í dag. Lokatölur urðu 33:31 þar sem markvarsla David Späth á lokamínútum réði úrslitum.

Leikurinn var hnífjafn nánast allan leikinn. Þjóðverjar náðu þriggja marka forskoti, 10:7, um miðbik fyrri hálfleiks en Spánverjar voru fljótir að jafna metin í 14:14. Þýskaland leiddi 20:18 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi og liðin skiptust á forystunni. Þegar tíu mínútur lifðu leiks náðu Spánverjar tveggja marka forskoti en David Späth í marki Þjóðverja tók þá til sinna ráða og varði nánast allt sem að marki hans kom síðustu mínútur leiksins.

Þjóðverjar lönduðu að lokum tveggja marka sigri, 33:31, og eru komnir áfram í átta liða úrslit.

Renars Uscins var markahæstur Þjóðverja með átta mörk og fyrirliðinn Johannes Golla skoraði sjö. Aleix Gomez átti stórleik fyrir Spán og skoraði tíu mörk en Späth sá við honum á lokamínútunum.

Spánn mætir Króatíu í lokaumferðinni þar sem Króatar verða að vinna til að komast áfram.

Alfreð Gíslason stýrði Þjóðverjum í átta liða úrslit
Alfreð Gíslason stýrði Þjóðverjum í átta liða úrslit AFP/Damien Mayer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert