Marokkó kjöldró Bandaríkjamenn

Achraf Hakimi er lykilmaður hjá Marokkó.
Achraf Hakimi er lykilmaður hjá Marokkó. AFP/Paul Ellis

Marokkó vann auðveldan sigur á Bandaríkjunum í leik liðanna í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í París í dag. 4:0 urðu lokatölur leiksins.

Soufiane Rahimi skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega hálftíma úr vítaspyrnu og staðan var 1:0 í hálfleik. Ilias Akhomach bætti við öðru marki Marokkómanna á 63. mínútu og Achraf Hakimi kom Marokkó í 3:0 eftir sjötíu mínútur. El Mehdi Maouboub innsiglaði síðan afgerandi sigur Marokkó með fjórða markinu í uppbótartíma úr annarri vítaspyrnu.

Marokkó mætir sigurvegaranum í leik Japans og Spánar sem nú er nýhafinn.

Marko Mitrovic, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hughreystir Nathan Harriel eftir tapið gegn …
Marko Mitrovic, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hughreystir Nathan Harriel eftir tapið gegn Marokkó AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert