Ólympíumeistarinn hættur eftir tapið

Andy Murray eftir tapið í gær.
Andy Murray eftir tapið í gær. AFP/Carl de Souza

Enski tennisspilarinn Andy Murray er hættur í tennis eftir að hann féll úr leik í tvíliðaleik í gær á Ólympíuleikunum í París.

Murray og liðsfélagi hans, Dan Evans, töpuðu gegn Bandaríkjamönnunum  Tommy Paul og Taylor Fritz, 6:2, 4:4, í gær en Murray tilkynnti fyrir leikana að þetta myndi vera hans síðasta mót.

Hann er 37 ára gamall, hefur unnið þrjú risamót, er tvöfaldur Ólympíumeistari og talinn einn besti breski tennisleikarinn í sögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert