Heimsmeistararnir sluppu fyrir horn

Spánverjinn Mariona Caldentey og hin kólumbíska Daniela Caracas í baráttu …
Spánverjinn Mariona Caldentey og hin kólumbíska Daniela Caracas í baráttu í Lyon í dag. AFP/Arnaud Finistre

Heimsmeistarar Spánar í knattspyrnu kvenna sluppu naumlega inn í undanúrslitin á Ólympíuleikunum í dag með því að sigra Kólumbíu í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli, 2:2, í framlengdum leik í Lyon.

Engu munaði að Kólumbía ynni leikinn í venjulegum leiktíma. Mayra Ramirez skoraði strax á 12. mínútu efitr sendingu frá Leicy Santos, sem síðan kom Kólumbíu í 2:0 á 52. mínútu.

Jennifer Hermoso minnkaði muninn fyrir Spánverja á 79. mínútu en liðið virtist á heimleið þar til Irene Paredes bjargaði málunum með jöfnunarmarki, 2:2, á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Salma Paralluelo lagði upp bæði mörk spænska liðsins.

Ekkert var skorað í framlengingunni en þar brást kólumbísku konunum bogalistin tvisvar á meðan Spánn skoraði úr sínum fjórum spyrnum. Aitana Bonmatí tryggði sigurinn þegar hún skoraði úr fjórðu spyrnunni, 4:2.

Spánverjar mæta Frakklandi eða Brasilíu í undanúrslitunum en þau eigast við í kvöld. Bandaríkin unnu Japan fyrr í dag, 1:0, og mæta Kanada eða Þýskalandi sem eru að spila þessa stundina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert