Katie Ledecky varð í kvöld ólympíumeistari í 800 metra skriðsundi kvenna á fjórðu Ólympíuleikunum í röð þegar hún sigraði í greininni í París, og þetta voru hennar níundu gullverðlaun á leikunum frá upphafi.
Aðeins ein önnur kona í sögunni hefur unnið níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en það var sovéska fimleikakonan Larisa Latynina á árunum 1956 og 1960.
Ledecky er 27 ára gömul og er samtals komin með fjórtán verðlaunapeninga á Ólympíuleikum og sagði eftir sundið í kvöld að hún hefði alveg eins hug á að keppa á heimavelli í Los Angeles eftir fjögur ár.
Ledecky vann sundið á 8:11,04 mínútum en Ariarne Titmus frá Ástralíu fékk silfrið á 8:12,29 og Paige Madden frá Bandaríkjunum bronsið á 8:13,00.