Norskur ólympíumeistari í tugþraut

Markus Rooth fagnar með norska fánann eftir 1.500 metra hlaupið …
Markus Rooth fagnar með norska fánann eftir 1.500 metra hlaupið á Stade de France í kvöld. AFP/Martin Bernetti

Markus Rooth frá Noregi varð í kvöld ólympíumeistari í tugþraut þegar hann vann þessa erfiðu grein á Ólympíuleikunum í París.

Tugþrautin tekur jafnan tvo daga þar sem keppt er í fimm greinum hvorn dag og Rooth tryggði sér sigurinn í lokagreininni, 1.500 metra hlaupinu, og stóð uppi með 8.796 stig.

Leo Neugebauer frá Þýskalandi varð annar með 8.748 stig og bronsverðlaunin fékk Lindon Victor frá Grenada sem fékk 8.711 stig.

Rooth er aðeins 22 ára gamall og varð Evrópumeistari U23 ára á síðasta ári. Fyrr í sumar var hann í baráttu um Evrópumeistaratitilinn þegar hann þurfti að hætta keppni eftir að hafa meiðst í stangarstökki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert