Ólympíumeistari braut blað hjá 180 þúsund manna þjóð

Julien Alfred fagnar sigrinum í kvöld.
Julien Alfred fagnar sigrinum í kvöld. AFP/Kiril Kudryavtsev

Sankti Lúsía, 180 þúsund manna eyja í Karabíska hafinu, fékk sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum í kvöld þegar Julien Alfred varð Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna á mjög sannfærandi hátt.

Hún kom í mark á 10,72 sekúndum og var heilum 15/100 úr sekúndu á undan heimsmeistaranum Sha'carri Richardson sem fékk silfrið á 10,87 sekúndum.

Bronsið fékk síðan Melissa Jefferson frá Bandaríkjunum á 10,92 sekúndum.

Alfred er 23 ára gömul og varð fyrr á þessu ári heimsmeistari innanhúss í 60 metra hlaupi.

Hún er einn af aðeins fjórum keppendum Sankti Lúsíu á þessum Ólympíuleikum.

Julien Alfred kemur brosandi í markið í París í kvöld.
Julien Alfred kemur brosandi í markið í París í kvöld. AFP/Ben Stansall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert