Stórsigur norska liðsins

Þórir Hergeirsson og Stine Bredal Oftedal ræða málin.
Þórir Hergeirsson og Stine Bredal Oftedal ræða málin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, átti ekki í neinum vandræðum með að sigra Þýskaland í lokaumferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í París í kvöld, 30:18.

Staðan var 14:8 í hálfleik og norska liðið sleppti aldrei takinu í síðari hálfleiknum. Þetta var fjórði sigurinn í röð eftir nokkuð óvænt tap gegn Svíum í fyrsta leiknum og norska liðið vinnur væntanlega A-riðlinn en það verður endanlega á hreinu eftir leik Danmerkur og Suður-Kóreu í kvöld.

Noregur og Svíþjóð eru með 8 stig og Danir eru með 6 stig.

Þýskaland sleppur líklega í átta liða úrslitin þrátt fyrir tapið og aðeins 2 stig úr fimm leikjum, nema Suður-Kórea nái í stig gegn Dönum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert