Áhugavert að vakna við nýjan veruleika

Anton Sveinn Mckee við Ólympíuþorpið í París.
Anton Sveinn Mckee við Ólympíuþorpið í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er enn þá í París og verður í nokkra daga til viðbótar þrátt fyrir að hann hafi lokið keppni á Ólympíuleikunum.

„Við fáum nokkra daga til að slaka á. Það eru ákveðið margar íbúðir úthlutaðar fyrir hverja þjóð og hjá mörgum er fólki skipt, frjálsíþróttafólkið kemur inn þegar sundfólkið fer út.

Við erum með nóg pláss og ákváðum að vera aðeins lengur. Maður vill taka alla upplifunina af leikunum inn og halda í liðsheildina,“ sagði Anton við mbl.is og hélt áfram:

„Svo er maður að gera ýmislegt, eins og að læra að búa til baguette. Það er hellingur af hlutum í boði og það veitir ekki af í þessu spennufalli.

Maður er búinn að vera að tileinka hverjum einasta degi til að standa sig eins vel og hægt er hérna og það er áhugavert að vakna við nýjan veruleika núna þegar maður er ekki að fara á fleiri Ólympíuleika,“ sagði Anton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert