Stjarnan Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, útilokar ekki að taka þátt á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár.
Biles hefur unnið þrenn gullverðlaun á leikunum í París til þessa og sjö ólympíugull samanlagt. Þá hefur hún unnið 23 gullverðlaun á heimsmeistaramótum.
Hún er enn aðeins 27 ára og útilokar ekki að keppa í heimalandinu eftir fjögur ár.
„Aldrei að segja aldrei. Næstu leikar eru á heimavelli en maður veit aldrei. Maður er að verða gamall,“ sagði Biles við CNN.