Biles: Aldrei að segja aldrei

Simone Biles er sigursælasta fimleikakona allra tíma.
Simone Biles er sigursælasta fimleikakona allra tíma. AFP/Paul Ellis

Stjarn­an Simo­ne Biles, sig­ur­sæl­asta fim­leika­kona allra tíma, úti­lok­ar ekki að taka þátt á Ólymp­íu­leik­un­um í Los Ang­eles eft­ir fjög­ur ár.

Biles hef­ur unnið þrenn gull­verðlaun á leik­un­um í Par­ís til þessa og sjö ólymp­íug­ull sam­an­lagt. Þá hef­ur hún unnið 23 gull­verðlaun á heims­meist­ara­mót­um.

Hún er enn aðeins 27 ára og úti­lok­ar ekki að keppa í heima­land­inu eft­ir fjög­ur ár.

„Aldrei að segja aldrei. Næstu leik­ar eru á heima­velli en maður veit aldrei. Maður er að verða gam­all,“ sagði Biles við CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert