Djokovic náði í fyrsta ólympíugullið

Miklar tilfinningar brutust út þegar sigurinn var í höfn.
Miklar tilfinningar brutust út þegar sigurinn var í höfn. AFP/Carl de Souza

Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði betur gegn Spánverjanum Carlos Alcaraz í úrslitaleik einliðaleiks á Ólympíuleikunum í París í dag.

Djokovic, sem hefur unnið 24 risamót, var að vinna sitt fyrsta gull á Ólympíuleikum. Djokovic vann viðureignina í dag í tveimur settum, 7:6 og 7:6.

Hann er aðeins þriðji maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur risamótin og Ólympíuleikana sömuleiðis á eftir Rafael Nadal og Andre Agassi.

Með sigrinum tókst Djokovic að hefna fyrir úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu í síðasta mánuði þar sem Alcaraz reyndist sterkari í úrslitaleik þeirra á milli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert