Hvað borðar sá besti í sögunni?

Ryan Crouser er stór og sterkur.
Ryan Crouser er stór og sterkur. AFP/Anne Christine Poujoulat

Ryan Crouser, heimsmethafi og þrefaldur Ólympíumeistari í kúluvarpi, á sérstakt samband við mat. Crouser er rúmlega tveir metrar og 145 kíló og þarf að borða gríðarlega mikið til að halda í þann styrk sem þarf til þess að verða sá allra besti.

„Mér líkar ekki vel við mat lengur. Hver einasta máltíð er helmingurinn af því sem venjulegt fólk borðar yfir heilan dag og ég borða fimm sinnum á dag. Ef ég er svangur er ég að gera eitthvað vitlaust. Ég er alltaf borðandi,“ sagði Crouser við New York Times.

„Stundum stari ég á matinn minn og hef lítinn áhuga á að borða, en ég verð. Ég eyði um 1.000 dollurum í mat á mánuði til að borða 5.000 kaloríur á dag.

Ég borða tvær fylltar pönnukökur með pylsum, beikoni, osti, sýrðum rjóma og salsa í morgunmat. Svo borða ég gríðarlega mikið af hrísgrjónum og hakki. Ef ég fer út að borða panta ég fjölskyldumáltíð. Ég borða pizzur og drekk mjólk með. Ég er alltaf að reyna að halda mér í þyngd,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert