Hvers vegna var Vésteinn ekki á bátnum?

Vésteinn Hafsteinsson fór ekki með íslenska bátnum niður Signu.
Vésteinn Hafsteinsson fór ekki með íslenska bátnum niður Signu. AFP/Andrej Isakovic

Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ var ekki í íslenska hópnum sem sigldi niður Signu á setningarathöfn Ólympíuleikanna. Ísland var á báti með Ísrael en það hefur ekkert með ákvörðun Vésteins að gera.

„Ég fór ekki því ég hef farið á ellefu leika. Við erum ellefu manna hópur og fengum bara að vera tíu á bátnum. Brynja Guðjónsdóttir sem vinnur með mér í afrekssviði ÍSÍ hætti við á síðustu stundu út af hnénu á sér.

Hún er með lélegt fótboltahné frá því í gamla daga sem bólgnar upp ef það er álag á því. Á endanum voru því bara tíu á bátnum en ég hætti við því ég vildi gera öðrum tækifæri. Það er sannleikurinn,“ sagði Vésteinn við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert