Lyles Ólympíumeistari eftir ótrúlegt hlaup

Noah Lyles er Ólympíumeistari eftir rosalega spennu.
Noah Lyles er Ólympíumeistari eftir rosalega spennu. AFP/Jewel Samad

Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles er Ólympíumeistari karla í 100 metra hlaupi eftir sigur í greininni í París í kvöld.

Lyles kom í mark á 9,79 sekúndum, eins og Kishane Thompson frá Jamaíka. Að lokum vann Lyles á sjónarmun, því munaði aðeins fimm þúsundustuhlutum á þeim.

Fred Kerley frá Bandaríkjunum varð þriðji á 9,91 sekúndu. Akani Simbine frá Suður-Afríku kom þar á eftir á 9,82 sekúndum.

Lamont Jacobs ríkjandi Ólympíumeistari fyrir hlaupið í kvöld varð fimmti á 9,85 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert