Danmörk afgreiddi riðlakeppnina í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París með fullt hús stiga en liðið vann sannfærandi sigur á Noregi í kvöld, 32:25.
Staðan í hálfleik var 17:12 og var Noregur aldrei líklegur til að jafna metin í seinni hálfleik.
Simon Pytlick var markahæstur í danska liðinu með níu mörk. Harald Reinkind skoraði sex fyrir Noreg, sem er einnig kominn í átta liða úrslit.