Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, á að keppa á leikunum í París á miðvikudaginn.
Tamberi er hins vegar ekki mættur til Parísar eins og keppinautar hans, heldur liggur hann á spítalarúmi á Ítalíu.
Tamberi greindi frá á Instagram í dag að hann væri á spítala í heimalandinu en greindi ekki frá hvers vegna. Hann tók það þó fram að hann ætlaði sér til Parísar að keppa, sama hvernig heilsan væri.