Tvö heimsmet féllu í París

Bobby Finke fagnar með gullverðlaunin.
Bobby Finke fagnar með gullverðlaunin. AFP/Jonathan Nackstrand

Bandaríkjamaðurinn Bobby Finke lét sér ekki nægja að verða Ólympíumeistari í 1.500 metra sundi heldur setti hann heimsmet er hann kom fyrstur í mark í París í dag. Finke synti á 14:30,67 mínútum og bætti met Kínverjans Sun Yang um 45 hundraðshluta. 

Finke var ekki sá eini sem synti undir heimsmetstíma í kvöld því sveit Bandaríkjanna gerði það sömuleiðis í 400 metra fjórsundi kvenna er hún synti á 3:49,63 mínútum og varð í leiðinni fyrsta sveitin til að synda á undir 3:50 mínútum. Bandaríkin áttu metið.

Sveit Bandaríkjanna skipuðu þær Regan Smith, Lilly King, Gretchen Walsh og Torri Huske. Kína vann 4x100 metra sundið í karlaflokki.

Hin sænska Sarah Sjöström náði í sín önnur gullverðlaun í leikunum er hún vann 50 metra skriðsund á 23,71 sekúndu. Hún vann einnig 100 metra skriðsundið og hefur alls unnið þrjú gull á Ólympíuleikum, en hún vann 100 metra flugsundið í Ríó árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert