Franski stangastökkvarinn, Anthony Ammirati, hefur tjáð sig í kjölfar grátlegra mistaka sinna í stangastökkskeppni Ólympíuleikanna í París.
Hinn 21 árs gamli Ammirati, sem vann til gullverðlauna á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri árið 2022, virtist vera kominn yfir 5,7 metra þegar fermingarbróðir hans slengdist í stöngina sem féll af ránni.
Ammirati hafnaði í 12. sæti og komst ekki í úrslit en 5,7 metrar hefðu dugað honum til að komast inn í úrslitin.
„Þetta eru stór vonbrigði,“ lét Ammirati hafa eftir sér. „Ég er frekar vonsvikinn þar sem ég átti gott stökk. Þetta voru tæknileg mistök.“
The most peculiar way to lose a pole vaulting Olympic competition.
— Massimo (@Rainmaker1973) August 3, 2024
Athlete Anthony Ammirati, #today.pic.twitter.com/fqOnluvb5B