Fyrstu verðlaunin reyndust gull

Beatrice Chebet vann ólympíugull í kvöld.
Beatrice Chebet vann ólympíugull í kvöld. AFP/Jewel Samad

Beatrice Chebet frá Keníu bar sigur úr býtum í 5.000 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld og tryggði sér gullverðlaun, sem eru hennar fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.

Chebet kom fyrst í mark á 14:28,56 mínútum og hafnaði landa hennar, Faith Kipyegon í öðru sæti.

Kipyegon hljóp á 14:29,60 mínútum og tryggði sér silfurverðlaunin. Hún er gullverðlaunahafi í 1.500 metra hlaupi á bæði leikunum í Tókýó árið 2021 og Ríó 2016.

Þriðja varð Sifan Hassan frá Hollandi á 14:30,61 mínútum.

Hassan vann til gullverðlauna í greininni í Tókýó og hlaut einnig ólympíugull í 10.000 metra hlaupi á sömu leikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert