Næsti kafli að hefjast hjá Antoni

Anton Sveinn Mckee
Anton Sveinn Mckee mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee keppti á sínum fjórðu og síðustu Ólympíuleikum í París. Hann hefur ákveðið að leikarnir verði ekki fleiri og er tilbúinn í næsta kafla í sínu lífi. Hann byrjar á því að flytja frá Bandaríkjunum til Íslands.

„Ég ætla að reyna að verja tíma með fjölskyldunni og fara að veiða ef það er tími. Annars er þetta mikil keyrsla. Ég verð hérna til áttunda nema ef ég er kosinn í alþjóðlegu ólympíuíþróttanefndina, þá verð ég til tíunda.

Eftir það þarf ég að flytja búslóðina heim til Íslands og hundinn minn sömuleiðis. Ég flyt heim 26. ágúst og þá er vika í að ég byrja í nýrri vinnu. Það er lítið um frí, en maður er tilbúinn í næstu verkefni,“ sagði Anton við mbl.is.

Hann er þakklátur fyrir mikinn stuðning sem hann hefur fengið á ferlinum.

„Ég er gífurlega þakklátur fyrir allan stuðninginn sem maður hefur fengið. Stundum finnst manni maður vera sjálfselskur þegar maður er að keppa fyrir sjálfan sig en það hefur verið einstakt að keppa fyrir þjóð mína á þessum leikum. Takk fyrir stuðninginn,“ sagði Anton Sveinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert