Sigursælust Brasilíumanna: Allar svartar á palli

Simone Biles, Rebeca Andrade og Jordan Chiles bregða á leik …
Simone Biles, Rebeca Andrade og Jordan Chiles bregða á leik að lokinni verðlaunaafhendingu í dag. AFP/Gabriel Bouys

Í fyrsta sinn í sögu Ólympíuleikanna unnu þrjár svartar konur til verðlauna í fimleikakeppni þegar hin brasilíska Rebeca Andrade skaut bandarískum stöllum sínum Simon Biles og Jordan Chiles ref fyrir rass í úrslitum í gólfæfingum í dag.

Biles hafnaði í öðru sæti og landa hennar Chiles í því þriðja.

Um annað Ólympíugull Andrade var að ræða en hún á þegar allt er talið sex Ólympíuverðalun á þrennum Ólympíuleikum. Enginn brasilískur íþróttamaður hefur unnið til fleiri Ólympíuverðlauna.

Þá er hún fyrst allra til að sigra Biles í æfingum á gólfi á stóru alþjóðlegu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert