Varði ólympíumeistaratitilinn

Valarie Allman vann til gullverðlauna aðra leikana í röð.
Valarie Allman vann til gullverðlauna aðra leikana í röð. AFP/Kirill Kudryavtsev

Bandaríkjakonan Valarie Allman tryggði sér gullverðlaun aðra leikana í röð þegar hún reyndist hlutskörpust í kringlukasti á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Allman kastaði lengst 69,50 metra. Gerði hún það í fjórða kasti en alls fékk hún fjögur köst dæmd gild.

Hún sigraði einnig í kringlukasti á leikunum í Tókýó árið 2021.

Hin kínverska Bin Feng hafnaði í öðru sæti í kvöld og nældi í silfurverðlaun en lengsta kast hennar var upp á 67,51 metra.

Sandra Elkasevic frá Króatíu krækti í bronsið en hún kastaði sömuleiðis lengst 67,51 metra.

Ástæðan fyrir því að Feng fékk silfrið var sú að Kínverjinn fékk öll sex köst sín dæmd gild á meðan einungis tvö köst Elkasevic voru dæmd gild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert