Bætti ólympíumetið um sex sekúndur

Winfred Yavi trúri ekki eigin augum eftir að hún bætti …
Winfred Yavi trúri ekki eigin augum eftir að hún bætti ólympíumetið um sex sekúndur. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Winfred Yavi, keníska hlaupakonan sem keppir fyrir hönd Barein, tryggði sér ólympíugull í 3.000 metra hindrunarhlaupi með glæsibrag þegar hún bætti ólympíumetið í greininni um rúmlega sex sekúndur á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Yavi kom í mark á 8:52,76 mínútum en fyrra ólympíumetið átti hin rússneska Gulnara Samitova-Galkina frá því í Peking árið 2008, 8:58,81 mínútur.

Peruth Chemutai frá Úganda vann til silfurverðlauna með því að hlaupa á 8:53,34 mínútum.

Faith Cherotich varð þriðja á 8:55,15 mínútum og krækti í brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert