Gestgjafarnir slógu Kanada úr leik

Frakkar fagna sigrinum í dag.
Frakkar fagna sigrinum í dag. AFP/Luis Tato

Gestgjafar Frakklands unnu sterkan sigur á Kanada, 82:73, í átta liða úrslitum körfubolta karla á Ólympíuleikunum í París í dag.

Kanada hafði fyrir leikinn unnið alla sína leiki á mótinu til þessa.

Í undanúrslitum mæta Frakkar heimsmeisturum Þýskalands á fimmtudag.

Frakkar hófu leikinn af feikna krafti, voru 13 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta og reyndist róðurinn þungur fyrir Kanada það sem eftir var.

Frammistaðan hjá Kanadamönnum var betri í síðari hálfleik en dugði þó ekki til endurkomu og niðurstaðan níu stiga sigur Frakka.

Guerschon Yabusele skoraði 22 stig fyrir Frakkland og Isaia Cordinier bætti við 20.

Stigahæstur í leiknum var Shai Gilgeous-Alexander með 27 stig fyrir Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert