Meintur ofbeldismaður rekinn heim af ÓL

Ólympíuleikarnir eru í fullum gangi í París.
Ólympíuleikarnir eru í fullum gangi í París. AFP/Lionel Bonaventure

Rana Reider, þjálfari spretthlauparanna Marcell Jacobs og Andre De Grasse, hefur verið sendur heim af Ólympíuleikunum.

Kanadíska Ólympíusambandið tók passann af honum til þess að komast inn á æfingasvæðið og íþróttaaðstöðuna þar sem hann var kærður af þremur konum fyrir kynferðisbrot. Allar konurnar sem kærðu Reider eru íþróttakonur.

Lögfræðingur Reider staðfesti þetta en sagði þetta ósanngjarnt af Ólympíusambandi Kanada og sagðist hræddur um árangur þeirra íþróttamanna sem Reider þjálfar.

„Það er slæmur dagur fyrir Ólympíuleikana þegar Ólympíusamband hefur meiri áhyggjur af neikvæðari umfjöllun heldur en velgengni íþróttafólks,“ sagði lögfræðingur reider.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert