Ormar í matnum í Ólympíuþorpinu

Adam Peaty er breskur sundmaður sem keppir á leikunum.
Adam Peaty er breskur sundmaður sem keppir á leikunum. AFP/Oli Scarff

Breski sundmaðurinn Adam Peaty er óánægður með matinn á Ólympíuleikunum í París og segir að íþróttafólk hafi fundið orma í matnum.

Peaty hefur sex sinnum unnið verðlaun á leikunum og hefur kvartað undan magni og gæði matarins sem íþróttafólki er boðið upp á.

„Mér finnst fiskur góður og fólk er að að finna orma í fisknum, það er ekki nógu gott. Þetta er besta íþróttafólk í heimi en við erum ekki að gefa þeim besta matinn,“ sagði Peaty í viðtali við i news.

Hann fór bæði á leikana í Tókýó og Ríó og fannst maturinn frábær þá en í ár fannst honum of lítið af mat með próteini og of langar raðir. Til þess að hafa leikana vistvænni var dregið úr framboði kjöts til íþróttafólksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert