Rekin úr ólympíuþorpinu

Luana Alonso.
Luana Alonso. Ljósmynd/Heimasíða Ólympíuleikanna

Sundkonan Luana Alonso hefur verið rekin úr ólympíuþorpinu í París fyrir óviðeigandi hegðun.

Larissa Schaerer, starfsmaður paragvæska ólympíusambandsins, staðfesti tíðindin við Telegraph á Englandi. Hún vildi þó ekki fara nánar út í hvers konar hegðun Alonso gerðist sek um.

Alonso, sem er tvítug, tókst ekki að komast í undanúrslit í 100 metra flugsundi. Í kjölfarið tilkynnti hún óvænt að hún væri hætt keppni en ætlaði að vera áfram í París þar til leikarnir væru búnir.

Hún er hins vegar komin til heimalandsins á nýjan leik og er óvíst með framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert