Sló ólympíumet Ingebrigtsen sem komst ekki á pall

Cole Hocker fagnar fræknum sigri í kvöld.
Cole Hocker fagnar fræknum sigri í kvöld. AFP/Christine Poujoulat

Bandaríkjamaðurinn Cole Hocker kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld og sló um leið ólympíumet Norðmannsins Jakobs Ingebrigtsen, sem komst ansi óvænt ekki á verðlaunapall.

Hocker hljóp á 3:27,65 mínútum sem dugði til að slá metið og tryggja sitt fyrsta ólympíugull.

Bretinn Josh Kerr var annar á 3:27,79 mínútum og Yared Nuguse þriðji á 3:27,80 mínútum.

Ingebrigtsen var fjórði á 3:28,24 mínútum og komu því fjórir fremstu allir í mark á undir 3:28,32 mínútum, sem var ólympíumet Norðmannsins frá því í Tókýó árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert