Þrefaldi ólympíumeistarinn hættur

Max Whitlock er hættur í fimleikum.
Max Whitlock er hættur í fimleikum. AFP/Lionel Bonaventure

Sexfaldi ólympíumeistarinn Max Whitlock lenti í fjórða sæti á bogahesti um helgina á Ólympíuleikunum í París og er hættur í fimleikum.

Whitlock tók 18 mánaða pásu eftir Ólympíuleikana í Tókýó þar sem hann var að glíma við andleg vandamál. Hann kom til baka og ætlaði að vinna gullverðlaun fyrir fimm ára dóttir sína sem horfði á og hvatti hann úr stúkunni um helgina.

„Ég vildi að þetta hefði endað betur en svona hér í París en ég vil ekki að fólk horfi á þetta augnablik og haldi að það endurspegli ferilinn minn. Ég er stoltur af því að vera hér í dag.

Það var erfitt að komast hingað, ég hefði getað hætt eftir Tókýó en ákvað að koma til baka, ég gaf allt í þetta og er hér í dag og er þakklátur,“ sagði Whitlock með tárin í augunum eftir leikana.

Whitlock átti frábæran ferill, hann vann bronsverðlaun á bogahesti árið 2012 í Lundúnum og var fyrsti Bretinn til þess að vinna fjölþraut í 108 ár árið 2016 í Ríó og hefur samtals unnið sex medalíur á leikunum. Hann hefur unnið þrjú gullverðlaun og fimm silfurverðlaun á HM og fjögur gullverðlaun á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert