Vann sitt fyrsta ólympíugull

Gabrielle Thomas trúir því vart að hún hafi komið fyrst …
Gabrielle Thomas trúir því vart að hún hafi komið fyrst í mark í kvöld. AFP/Jewel Samad

Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann sitt fyrsta ólympíugull í 200 metra hlaupi kvenna er hún kom fyrst í mark á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Thomas hljóp á 21,83 sekúndum og tryggði sér þannig gullið. Hún vann til bronsverðlauna í greininni á leikunum í Tókýó árið 2021.

Julien Alfred frá Sankti Lúsíu, sem vann gull í 100 metra hlaupinu, varð önnur á 22,08 sekúndum.

Tryggði hún þar með Sankti Lúsíu, 180 þúsund manna eyju í Karabíahafinu, sín önnur verðlaun í sögu leikanna.

Bandaríkjakonan Brittany Brown vann til bronsverðlauna með því að koma þriðja í mark á 22,20 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert