Varði ólympíumeistaratitilinn

Miltiadis Tentoglou varð ólympíumeistari aðra leikana í röð.
Miltiadis Tentoglou varð ólympíumeistari aðra leikana í röð. AFP/Andrej Isakovic

Grikkinn Miltiadis Tentoglou vann ólympíugull í langstökki karla aðra leikana í röð þegar hann stökk lengst allra á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Tentoglou vann einnig til gullverðlauna á leikunum í Tókýó árið 2021.

Lengsta stökk Tentoglou í kvöld var 8,48 metrar, sem dugði honum til sigurs.

Wayne Pinnock frá Jamaíku var annar með lengst stökk upp á 8,36 metra og hlaut silfur fyrir.

Skammt undan var Ítalinn Mattia Furlani sem stökk lengst 8,34 metra og tryggði sér bronsverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert