Ólympíuíþróttamenn eru yfirleitt þekktir fyrir það að lifa heilbrigðu líferni en breski kylfingurinn Charley Hull hefur áhyggjur af því að hugsanlegt reykingabann á golfvöllum á Ólympíuleikunum í París muni draga úr getu hennar til þess að hafa stjórn á keppniskvíða. Mun það þar af leiðandi hafa slæm áhrif á færni hennar á golfvellinum.
Hull hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að reykja sígarettur á golfvellinum en sökum þess hafa margir líkt henni við kylfinginn og tífalda stórmeistarann John Daly sem keðjureykti gjarnan sígarettur á meðan keppni stóð.
Sem fyrr segir vill Hull meina að sígaretturnar geri henni kleift að spila betri leik og draga úr kvíða, en þrátt fyrir að henni hafi gengið ágætlega hingað til á Ólympíuleikunum segist hún þó vona að stjórnendum Ólympíuleikanna sjái sér fært að gera undantekningu á reikingarbanninu. Sérstaklega í ljósi þess hve vinsælar reykingar eru í Frakklandi, að hennar sögn.