Afskaplega óvænt úrslit

Roje Stona á ólympíumetið í kringlukasti.
Roje Stona á ólympíumetið í kringlukasti. AFP/Kirill Kudryavtsev

Jamaíkumaðurinn Roje Stona setti ólympíumet í kringlukasti í París í kvöld með því að kasta 70 metra. 

Stona margbætti besta árangurinn sinn og sigraði hinn sigurstranglega Mykolas Alekna, sem sló ólympíumet föður síns Virgilijus fyrr um daginn. 

Alekna yngri kastaði lengst 67,97 metra en ólympíumet föður hans var 69,89 metrar. 

Mykolas Alekna setti nefnilega svakalegt heimsmet í apríl í ár þegar hann kastaði 74,35 metra. 

Ástralinn Matthew Denny kastaði þriðja lengst eða 69,31 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert