Einn sigursælasti handboltamaður í heimi hættur

Nikola Karabatic eftir tapið í dag.
Nikola Karabatic eftir tapið í dag. AFP/Thomas Coex

Handboltagoðsögnin Nikola Karabatic er hættur eftir að franska landsliðið datt úr leik á Ólympíuleikunum í París í dag.

Hann kvaddi félagsliðið hans, PSG, fyrir leikana og tilkynnti að hann væri að hætta í handbolta. Ólympíuleikarnir voru hans síðasta mót og í dag slógu Al­freð Gísla­son og lærisveinar hans í þýska landsliðinu Frakka úr leik.

„Þetta var ekki síðasti! Takk París fyrir magnað andrúmsloft,“ skrifaði Karabatic á samfélagsmiðla eftir leik Frakklands gegn Ungverjalandi en í dag var síðasti leikur hans.

Karabatic hefur verið einn besti handboltamaður í heimi síðustu ár og er næst markahæstur á Evrópumóti í sögunni, með 295 mörk, en hann sló metið sem Guðjón Valur Sigurðsson átti fyrr á þessu ári.

Hann hættir sem þrefaldur Ólympíumeistari, 2008, 2012 og 2020, fjórfaldur heimsmeistari, 2009, 2011, 2015 og 2017 og fjórfaldur Evrópumeistari, 2006, 2010, 2014 og 2024.

Hann hefur þrisvar sinnum verið kjörinn besti handboltamaður í heimi, árið 2007, 2014 og 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert