Frí þar til hungrið kemur aftur

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir. Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur átt góðu gengi að fagna undanfarna mánuði en hún hefur verið fremsta sundkona Íslands undanfarin ár og farið á tvenna Ólympíuleika. Þá hefur hún slegið og bætt ófá Íslandsmetin.

„Síðustu ár hafa verið góð. Ég hef verið að bæta mig og vonandi heldur það áfram. Ég held áfram að taka eitt skref í einu. Það verður samt erfiðara og erfiðara að bæta tímann minn þegar hann verður bara betri,“ sagði Snæfríður við mbl.is fyrir utan ólympíuþorpið í París.

Snæfríður er í háskóla meðfram keppni í sundi í fremstu röð og því er yfirleitt nóg að gera. Hún fær kærkomið frí þegar hún heldur heim á leið frá París á næstu dögum, en hún hefur ekki ákveðið allra næstu skref.

„Ég er ekki alveg komin svo langt. 200 metra skriðsund verður áfram aðalgreinin mín og ég held það sé ekkert að fara að breytast. Ég tek mér gott frí núna þangað ég fæ hungrið til að synda aftur frekar en tilfinninguna að ég þurfi að synda,“ sagði Snæfríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert