Svíar reyndu sitt besta gegn ógnarsterkum Dönum

Nikolaj Jacobsen og hans menn í danska landsliðinu eru komnir …
Nikolaj Jacobsen og hans menn í danska landsliðinu eru komnir í undanúrslit. AFP/Sameer Al-Doumy

Danmörk er komin í undanúrslit í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á nágrönnunum í Svíþjóð, 32:31, eftir spennutrylli í Lille í dag. 

Danska liðið mun þar með mæta Noregi eða Slóveníu í undanúrslitum á föstudaginn en þau mætast í kvöld. 

Danmörk fór léttilega í gegnum B-riðil Ólympíuleikana en Svíum gekk brösuglega og enduðu í fjórða sæti. Þeir hins vegar veittu Dönum mikla mótspyrnu. 

Svíar voru yfir lengi vel en þegar um fimm mínútur voru eftir náðu Danir forystunni og héldu henni út. 

Simon Pytlick skoraði níu mörk fyrir danska liðið. Þá skoraði Mikkel Hansen sex. 

Hjá Svíum skoraði Felix Claar mest eða sjö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert