Vann óvænt þann breska

Quincy Hall kemst rétt svo fram úr Matthew Hudson-Smith.
Quincy Hall kemst rétt svo fram úr Matthew Hudson-Smith. AFP/Andrej Isakovic

Bandaríkjamaðurinn Quincy Hall er ólympíumeistari í 400 metra hlaupi karla eftir magnaðan endasprett á hlaupabrautinni í Stade de France í kvöld. 

Vann hann þar með hinn sigurstranglega Matthew Hudson-Smith frá Bretlandi sem hafnaði í öðru sæti.

Hall var ekki nálægt Hudson-Smith þegar stutt var eftir af hlaupinu en hann nánast stökk sér fyrir framan Bretann á síðustu metrunum. 

Hall kom í mark á tímanum 43,40 sekúndur en Hudson-Smith fjórum sekúndubrotum síðar. 

Sambíamaðurinn Muzala Samukonga vann þá brons en hann kom í mark á tímanum 43,74 sekúndur. 

Quincy Hall átti magnaðan endasprett.
Quincy Hall átti magnaðan endasprett. AFP/Martin Bernetti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert