Bandaríkin örugglega í úrslitaleikinn

Bandaríska liðið var of sterkt fyrir það ástralska.
Bandaríska liðið var of sterkt fyrir það ástralska. AFP/Damien Meyer

Bandaríkin eru komin í úrslitaleikinn í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Ástralíu, 85:64, í dag. 

Bandaríkin munu mæta heimakonum í Frakklandi eða Belgíu í úrslitaleiknum. 

Bandaríska liðið var 18 stigum yfir í hálfleik, 45:27, og leit ekki aftur eftir það. 

Breanna Stewart skoraði 16 stig fyrir Bandaríkin en Jackie Young skoraði 14. Hjá Ástralíu skoraði Isobel Borlase mest eða ellefu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert